60 rýma hjúkrunarheimili byggt á Nesvöllum
Fyrirhugað er að byggja 60 rýma hjúkrunarheimili á Nesvöllum. Þetta kom fram í máli Ásu Eyjólfsdóttur, forstöðumanns öldrunarþjónustu, þegar hún kynnti stöðu mála varðandi byggingu nýs hjúkrunarheimilis að Nesvöllum, á fundi öldrunarráðs Reykjanesbæjar í gær.
Hjúkrunarheimilinu Hlévangi verður lokað og munu þau 30 rými sem þar eru flytjast að Nesvöllum þannig að um er að ræða aukningu um 30 rými.
Öldungaráð Reykjanesbæjar fagnar aukningu hjúkrunarrýma í sveitarfélaginu. Ráðið minnir þó á að nauðsynlegt er að hugsa til framtíðar og að fjöldi hjúkrunarrýma haldist í hendur við fjölgun íbúa.