Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

60 manns fylgt úr landi í fyrra
Þriðjudagur 24. maí 2005 kl. 02:00

60 manns fylgt úr landi í fyrra

Lögreglufulltrúar frá ríkislögreglustjóra fylgdu um 60 manns, aðallega hælisleitendum, úr landi í fyrra. Kostnaður við þetta nam um 15 miljónum króna. Sjónvarpið greindi frá þessu í kvöld.
Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra kemur með ýmsum hætti að málefnum hælisleitenda og ólöglegra útlendinga. Deildin vinnur meðal annars náið með Útlendingastofnun og ef ákveðið er að vísa fólki úr landi tekur alþjóðadeildin við málinu, annast undirbúning, samskipti við erlend sendiráð og yfirvöld varðandi vegabréf og fleira. Þá sjá lögreglufulltrúar frá ríkislögreglustjóra um að fylgja fólki úr landi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024