Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

60 jarðskjálftar við Kleifarvatn
Miðvikudagur 22. júní 2005 kl. 16:01

60 jarðskjálftar við Kleifarvatn

Alls hafa um sextíu jarðskjálftar mælst við Kleifarvatn frá því klukkan þrjú í nótt. Mældist sjá stærsti um 3,5 á Richter. Þegar klukkuna vantaði sautján mínútur í átta mældust tveir skjálftar upp á 3,4 og 3,5 með sekúndu millibili.

Fannst töluvert fyrir þeim hér á Suðurnesjunum sem og á höfuðborgarsvæðinu. En ekki er talið að þessir skjálftar boði nein stórtíðindi þar sem skjálftar eru fremur algengir á þessum slóðum.

Í ágúst árið 2003 varð jarðskjálftahrina á svipuðum slóðum en stærsti skjálftinn í þeirri hrinu mældist rúmlega 4 á Richter. Í júlí í fyrra mældist þó nokkur hrina við Fagradalsfjall, nokkuð vestar á Reykjanesskaga. Þá mældust nokkur hundruð skjálfta á nokkrum dögum en enginn þeirra náði stærðinni 3.




Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024