Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

60 daga fangelsi og ævilöng svipting ökuréttinda
Mánudagur 16. mars 2009 kl. 08:58

60 daga fangelsi og ævilöng svipting ökuréttinda


Héraðdómur Reykjaness hefur dæmt mann í Reykjanesbæ til 60 daga fangelsisvistar og ævilangrar sviptingar ökuréttinda vegna umferðar- og fíkniefnalagabrota.

Manninum var gefið að sök að hafa ekið bifreið, sviptur ökurétti og undir áhrifum áfengis, í mars á síðasta ári. Hann var stöðvaður við Vogastapa á leið sinni til Reykjanesbæjar frá Reykjavík.
Í ákærunni, sem var þríþætt, er maðurinn einig kærður fyrir að hafa haft í vörslu sinni rúm 16 grömm af maríhúana, sem lögregla lagði hald á í ágúst 2008. 

Í þriðja lagi var hann ákærður fyrir umferðarlagabrot en hann var stöðvaður í janúar síðastliðnum á bifreið, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis um götur Reykjanesbæjar. Einnig var hann án ökuréttinda, þar sem hann hafði verið sviptur þeim áður.  Hann sinnti ekki ljós- og hljóðmerkjum lögreglu um að stöðva bifreiðina, né heldur sinnti hann stöðvunarskyldu  á gatnamótum Tjarnargötu og Hringbrautar. Auk þess ók hann gegn rauðu ljósi á gatnamótum Hringbrautar og Vesturgötu og ók á hægra framhorn lögreglubifreiðar.

Sakborningur hefur á undanförnum árum hlotið marga dóma vegna líkra saka.

Héraðsdómur dæmdi hann að í 60 daga fangelsi eins og áður segir.  Þá er ákærði sviptur ökurétti ævilangt frá 9. nóvember 2015 og gert að greiða 120.768 krónur í sakarkostnað.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024