6-7000 gestir á Keflavíkurflugvelli
Þúsundir Íslendinga lögðu leið sína á Keflavíkurflugvöll um helgina í tilefni af 50 ára afmæli varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna.Að sögn Friðþórs Eydal upplýsingafulltrúa Varnarliðsins mættu á milli 6 og 7000 gestir á Keflavíkurflugvöll í karnivalstemmningu og á sögusýningu. Talið er að veður hafi dregið úr mörgum að leggja á völlinn en bæði var kalt í veðri og rigning á laugardaginn. Friðþór sagði þó að menn hafi í raun ekki vitað hvað hafi mátt búast við mörgum en menn séu ánægðir með afmælishátíðina sem var glæsileg í alla staði.