58% af krökkum í Myllubakkaskóla skutlað í skólann
Umferðarhraði á Hringbraut í 30 km/klst við skólann
Að beiðni Reykjanesbæjar skoðaði Efla hf. umferðaröryggi og aðgengi skólabarna á Hringbraut, við Myllubakkaskóla í Keflavík. Ferðavenjukönnun sem Efla lagði fyrir skólabörn í Reykjanesbæ vorið 2020 leiddi í ljós að töluverðum meirihluta nemenda Myllubakkaskóla er skutlað í skólann, eða 58% af krökkum í þriðja, sjötta og níunda bekk, á meðan hlutfallið var 35% í öllum grunnskólum Reykjanesbæjar.
Helsta leiðin til að minnka umferð í kringum skólann og auka umferðaröryggi er að fá fleiri börn til að ganga eða hjóla í skólann. Slíkt gerist ekki nema börn og foreldrar upplifi að leiðin sem þau fara sé örugg.
Lagðar voru fram tillögur til úrbóta í greinargerð Eflu og hefur umhverfis- og skipulagsráð samþykkt að velja eina af þeim tillögum sem voru lagðar fram. Í tillögunni er umferðarhraði á Hringbrautinni tekinn niður í 30 km/klst á kafla milli Norðurtúns og Suðurtúns. Þar verða þveranir yfir götuna hækkaðar upp og sett upp gangbrautarlýsing. Einnig verður Miðtún þverað með gangbraut án upphækkunar.