54 stiga hiti í Keflavík!
Það er sannarlega eyðimerkurhiti í Keflavík þessa stundina og ástæða til að fá sér ís. Það mætti alla vega halda þegar hitamæli á Bónusvídeói við Baldursgötu er gefinn gaumur.
Mælirinn birtir hitastig upp á 54°C takk fyrir og flettiskilti þar undir hvetur fólk til að fá sér ís. Það er hins vegar lítil hætta á að ísinn bráðni hratt, því hitamælirinn segir ósatt og nú er frekar veður fyrir úlpu í Keflavík þessa stundina!
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Mælirinn birtir hitastig upp á 54°C takk fyrir og flettiskilti þar undir hvetur fólk til að fá sér ís. Það er hins vegar lítil hætta á að ísinn bráðni hratt, því hitamælirinn segir ósatt og nú er frekar veður fyrir úlpu í Keflavík þessa stundina!
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson