503 tonn á land hjá Þorbirni
Frystitogarinn Hrafn GK 111 landaði 435 tonnum í Grindavíkurhöfn í gær og var verðmæti aflans 65 milljónir króna. Veiðiferðin stóð yfir í 30 daga.
Sturla GK 12 landaði einnig í Grindavík í gær en þá komu 68 tonn á land og því alls 503 tonn hjá Þorbirni hf.