Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

5000 skjálftar í hrinunni við Fagradalsfjall
VF-mynd: Jón Steinar Sæmundsson
Fimmtudagur 23. desember 2021 kl. 10:26

5000 skjálftar í hrinunni við Fagradalsfjall

Stærsti jarðskjálftinn frá miðnætti mældist M4,0 og varð þegar klukkuna vantaði þrjár mínútur í fimm í morgun 2,6 km SSA af Fagradalsfjalli.

Þann 21.desember hófst jarðskjálftahrina við Fagradalsfjall. Alls hafa um 5000 skjálftar mælst frá upphafi hrinunar. Stærsti skjálftinn var 4,9 að stærð kl. 09:23 í gær og fannst hann vel á SV-horninu. Fjórir skjálftar yfir 4 að stærð og fjölmargir yfir 3 að stærð hafa mælst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Frá miðnætti hafa um 800 skjálftar mælst, flestir nærri gosstöðvunum við Fagradalsfjall á 5-8 km dýpi.