500 milljónir í Suðurstrandarveg
Vegna meira atvinnuleysis en búist var við ákvað ríkisstjórnin að verja 6,3 milljörðum króna til ýmissa vegaframkvæmda umfram þau flýtiverkefni sem ákveðið hefur verið að ráðast í. Meðal annars verður 500 milljónum króna varið til Suðurstrandarvegar á Reykjanesi. Að sögn Hjálmars Árnasonar, varaformanns samgöngunefndar, er vegurinn að koma úr umhverfismati og ætti framkvæmdin að geta farið í útboð mjög fljótlega. Hjálmar segir 500 milljónirnar sem komu til verks í dag séu til viðbótar við það fé sem áður hefur verið úthlutað til verksins. Það að Suðurstrandarvegur sé lagður á sama tíma og unnið er að tvöföldun Reykjanesbrautar sé mikið hagsmunamál fyrir Suðurnesjamenn. Vegurinn komi sér vel bæði frá sjónarmiðum atvinnu og ferðaþjónustu.Í samtali við Víkurfréttir átti Hjálmar jafnframt von á að framkvæmdir við Ósabotnaveg milli Hafna og Sandgerðis hæfust á vormánuðum. Aðspurður um aðstöðu lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli, sagðist Hjálmar hafa rætt málið við utanríkisráðherra í morgun. Ljóst sé að byggja þurfi stjórnsýsluhús við Leifsstöð og það verkefni er komið í góðan farveg. Slík framkvæmd yrði einnig sprauta fyrir atvinnulífið á Suðurnesjum, sem og bygging 2500 fermetra nýbyggingar Fjölbrautaskóla Suðurnesja sem senn verður boðin út.
Önnur verkefni sem ríkisstjórnin ætlar að verja fjármagni til, má nefna að m.a. verða settar 1000 milljónir til vegaframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu, 1000 milljónir til framkvæmda á norðaustursvæðinu, 500 milljónir í Suðurstrandaveg á Reykjanesi, 200 milljónir í veg um Hellisheiði, 200 milljónir í Gjábakkaveg, 1000 milljónir í vegagerð á Vestfjörðum, 200 milljónir í Þverárfjallsveg og 500 milljónir til gangagerðar undir Almannaskarð. Þá verða 700 milljónir settar í atvinnuátak á vegum Byggðastofnunar og 1000 milljónir til byggingar menningarhúsa á Akureyri og í Vestmannaeyjum.
Til að fjármagna þetta verða öll bréf ríkisins í Búnaðarbanka og Landsbanka og Íslenskum aðalverktökum seld á markaði. Talið er að áætlaðar tekjur af því verði um 5 milljarðar króna.
Önnur verkefni sem ríkisstjórnin ætlar að verja fjármagni til, má nefna að m.a. verða settar 1000 milljónir til vegaframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu, 1000 milljónir til framkvæmda á norðaustursvæðinu, 500 milljónir í Suðurstrandaveg á Reykjanesi, 200 milljónir í veg um Hellisheiði, 200 milljónir í Gjábakkaveg, 1000 milljónir í vegagerð á Vestfjörðum, 200 milljónir í Þverárfjallsveg og 500 milljónir til gangagerðar undir Almannaskarð. Þá verða 700 milljónir settar í atvinnuátak á vegum Byggðastofnunar og 1000 milljónir til byggingar menningarhúsa á Akureyri og í Vestmannaeyjum.
Til að fjármagna þetta verða öll bréf ríkisins í Búnaðarbanka og Landsbanka og Íslenskum aðalverktökum seld á markaði. Talið er að áætlaðar tekjur af því verði um 5 milljarðar króna.