Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

500 manna hópslysaæfing á Keflavíkurflugvelli í nóvember
Fimmtudagur 14. október 2004 kl. 17:03

500 manna hópslysaæfing á Keflavíkurflugvelli í nóvember

Yfir 500 manns munu taka þátt í hópslysaæfingu sem haldin verður á Keflavíkurflugvelli laugardaginn 6. nóvember. Þar verða viðbrögð vegna brotlendingar farþegaflugvélar við Keflavíkurflugvöll  æfð. Síðast var haldin flugslysaæfing á Keflavíkurflugvelli árið 1988. Fræðslufundur fyrir viðbragðsaðila á æfingunni var haldinn í Stapanum í dag þar sem um 150 manns mættu, en annar fundur verður haldinn í kvöld.
Að sögn Ásgeirs Ásgeirssonar sérverkefnafulltrúa á Keflavíkurflugvelli hefur sl. fjögur ár verið unnið að undirbúningi björgunaráætlunarinnar. „Þessi nýja áætlun verður undir sameiginlegri stjórn almannaverndanefnda Keflavíkur og Keflavíkurflugvallar. Æfingin verður mjög umfangsmikil en það eru Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli og Sýslumannsembættin á Keflavíkurflugvelli og í Keflavík sem sjá um skipulagningu æfingarinnar, en meðal samstarfsaðila er Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli,“ sagði Ásgeir í samtali við Víkurfréttir.

Myndin: Frá fræðslufundinum vegna hópslysaæfingarinnar í Stapanum í dag. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024