500 lítrum af olíu stolið
Lögreglunni á Suðurnesjum var tilkynnt um þjófnað á um 500 lítrum af olíu úr bát í Grindavík.
Málið er til rannsóknar og hvetur lögreglan þá sem geta gefið upplýsingar um málið að hafa samband við lögreglu í síma 420 1800 eða með tölvupósti á [email protected].