500 gistinætur síðan í júní
Tjaldsvæðið við Alex Mótel var opnað formlega um miðjan júní. Guðmundur Þórir, framkvæmdastjóri Alex, sagði í samtali við Víkurfréttir að viðtökurnar séu framar öllum vonum. „Við höfum skráð hjá okkur u.þ.b. 500 gistinætur síðan um miðjan júní,“ sagði Guðmundur. Hann telur að ferðamennirnir séu mjög ánægðir með svæðið og það þeim finnist þeir vera að fá meira á þessu tjaldsvæði en gengur og gerist. „Aðalmálið er að ná þeim hérna áður en þeir halda út á land,“ en hann telur að stór hluti þeirra ferðamanna sem stoppi hjá þeim skoði sig um á Reykjanesinu.