Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

50 verkstjórar funduðu í Grindavík
Laugardagur 2. febrúar 2013 kl. 08:10

50 verkstjórar funduðu í Grindavík

Hinn 31. janúar síðastliðinn var haldinn fundur fyrir verkstjóra í íslenskum útgerðarfyrirtækjum hjá Íslenska..

Hinn 31. janúar síðastliðinn var haldinn fundur fyrir verkstjóra í íslenskum útgerðarfyrirtækjum hjá Íslenska sjávarklasanum. Um 50 verkstjórar og framleiðslustjórar frá ýmsum fiskvinnslum vítt og breitt um landið mættu á fundinn sem haldinn var í Grindavík.

Verkstjórafundir voru haldnir um árabil fyrir verkstjóra í sjávarútvegsfyrirtækjum. Þessir fundir efldu tengsl milli verkstjóra og skipst var á hugmyndum um bætta vinnslu og aðferðir. Markmiðið með að endurvekja verkstjórafundina er að auka samstarf, samvinnu og kynni á meðal verkstjóra í fiskvinnslufyrirtækjum og vinnsluskipum í landinu. Með því má auka verðmæti í sjávarútvegi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á fundinum gafst verkstjórum tækifæri til þess að tengjast og fræðast um þær áskoranir og tækifæri sem blasa við greininni um þessar mundir. Flutt voru erindi um menntun í fiskvinnslutækni, fullvinnslu aukaafurða, markaðs- og flutningamál afurða, sjálfvirkni í vinnslu, rannsóknir og þróun. Ráðstefnustjóri var Ásmundur Friðriksson.

Að ári er ætlunin að sambærilegum fundi og er stefnt að því að hann verði haldinn hinn 10. janúar 2014.