50% hækkun á fiskverði í desember
Meðalverð á fiskmörkuðum í desember síðastliðnum var 50% hærra en í desember 2008 eða 283,32 kr í sambanburði við 188,45 kr. Þetta er 1,8% hærra verð en í nóvember 2009.
Verðmæti sölunnar í desember var 1.751 milljónir króna sem eru langmestu verðmæti sem sést hafa í þeim mánuði. Þetta er 36,1% meira en í desember 2008 en þá var salan 1.287 milljónir.
Gott verð hefur verið á íslensku fiskmörkuðunum í upphafi nýs árs, að því er fram kemur á vef Landssambands smábátaeigenda. Þannig komst þorskverð hæst upp í 390 kr/kg í síðustu viku og ýsuverð upp í 330 kr/kg.