Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sunnudagur 29. nóvember 1998 kl. 07:00

50 ÁRA AFMÆLI AÐALSTÖÐVARINNAR, AFMÆLISTERTA OG STÓRGJÖF TIL SJÚKRAHÚSSINS

Aðalstöðin í Keflavík fagnaði 20 ára afmæli sínu sem var 20. nóv. sl. með því að bjóða viðskiptavinum upp á afmælistertu í tilefni afmælisins. Auk þess færði fyrirtækið Heilbrigðisstofnun Suðurnesja tæki til notkunar á slysavarðsstofu að verðmæti yfir hálfa milljón króna. Framkvæmdastjóri og stjórnarmenn skáru fyrsta bitann af afmælistertunni í bensínafgreiðslu Aðalstöðvarinnar sl. föstudag. Fjöldi fólks heimsótti afmælisbarnið þennan dag en í tilefni afmælisins efndi Aðalstöðin til happdrættis og fá allir sem versla fyrir meira en 2000 kr. happdrættismiða. Alls verður dregið fimm sinnum um tíu vinninga í hvert sinn. Meðal vinnninga má nefna 50 þús. kr. ferðavinning, gasgrill, bensínúttektir og fleira. Vinningsnúmerin verða birt á laugardagsmorgnum í bensínafgreiðslu Aðalstöðvarinnar í Keflavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024