Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

50 ár í starfi  hjá varnarliðinu
Þriðjudagur 4. febrúar 2003 kl. 14:28

50 ár í starfi hjá varnarliðinu

Sigurþór Árnason birgðavörður hóf störf hjá varnarliðinu 21. janúar 1953 og hefur því fyllt heila fimm áratugi í starfi. Fyrstu 20 árin starfaði hann í þvottahúsi varnarliðsins og síðan hjá verslun flotans, Navy Exchange. Hann tók við núverandi starfi sínu hjá birgðadeild varnarliðsins árið 1979.Sigurþór býr í Njarðvík og hefur verið mjög farsæll í störfum sínum sem hafa verið til fyrirmyndar í hvívetna. Hann varð sjötugur í desember s.l. og mun hætta störfum á komandi sumri.

Myndin: Sigurþór Árnason og Dean M. Kiyohara kafteinn, yfirmaður flotastöðvar, með viðurkenningarskjöld fyrir 50 ára farsælt starf.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024