Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

49 teknir fyrir hraðakstur á einni viku
Mánudagur 8. janúar 2007 kl. 09:40

49 teknir fyrir hraðakstur á einni viku

49 ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur í umdæminu fyrstu vikuna í sameinuðu embætti lögreglunnar í Keflavík og Keflavíkurflugvelli undir merkjum Lögreglunnar á Suðurnesjum. Fjórir þessara ökumanna óku langt umfram 90 km leyfilegan hámarkshraða á Reykjanesbraut.  Einn var kærður fyrir að aka á 144 km, annar á 157 km, sá þriðji á 162 og sá fjórði var mældur á 164 km hraða.  Þessir ökumenn eiga yfir höfði sér háar sektir og þrír þeirra koma til með að sjá á bak ökuskírteininu til tveggja mánaða.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024