Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

49 börn tóku þátt í sumarlestri í Garðinum
Miðvikudagur 12. september 2012 kl. 09:16

49 börn tóku þátt í sumarlestri í Garðinum

Á Bókasafninu í Garði var nemendum Gerðaskóla boðið að taka þátt í lestrarátaki sem staðið hefur yfir á safninu í allt sumar. Samtals skráðu 49 nemendur sig til þátttöku, þar á meðal nokkur leikskólabörn sem nú eru að hefja nám í Gerðaskóla.

Þátttakendum var gert að lesa ákveðinn blaðsíðufjölda að lágmarki til að komast í lukkupottinn, frá 100 – 400 blaðsíður eftir aldurshópum. Nær öll börnin lásu þó mun meira en þeim var sett fyrir og samanlagt lásu þau 11.479 blaðsíður sem er nú býsna gott.

Þrír nemendur lásu þó áberandi mest en það voru þau Aðalheiður Lind Björnsdóttir 8. bekk, Jan Antoni Skibinski 6. bekk og Amelía Björk Davíðsdóttir 4.bekk. Þau fengu afhent viðurkenningarskjöl fyrir einstakan dugnað við bóklestur í sumar og voru hvött til að halda áfram á sömu braut því lestur gerir öllum gott. Hann eflir málþroska, bætir orðaforðann, eykur þekkingu og örvar ímyndunaraflið.

Að lestrarátakinu loknu voru fjögur nöfn heppinna þátttakenda dregin úr lukkupottinum. Þau heppnu voru:

Ísabella Benediktsdóttir 4. bekk.
Jakob Johann Vágseid Ström  4. bekk.
Ástþór Helgi Jóhannsson 4. bekk.
Una Margrét Einarsdóttir 9. bekk.

Þau tóku á móti bókagjöfum sem kvenfélagið Gefn í Garði gaf í þakklætisskyni fyrir þátttökuna í lestrarátaki bókasafnsins.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024