4500 undirskriftir afhendar ráðherra í dag
Undirskriftalistinn til stuðnings séra Sigfúsi B. Ingvarssyni verður afhentur dóms- og kirkjumálaráðherra í dag en alls munu tæplega 4500 nöfn vera á listanum. Það munu vera 80 prósent sóknarbarna, sem teljast vera um 5.500.
Samkvæmt heimildum VF setti ráðherra stuðningsmönnum Sigfúsar þá afarkosti að fjölmiðlar kæmu hvergi nærri þegar afhending listans færi fram.
Mynd: Séra Sigfús nýtur mikils stuðnings sóknarbarna í Keflavíkursókn, eins og undirskriftalistinn ber glöggt vitni um.
Samkvæmt heimildum VF setti ráðherra stuðningsmönnum Sigfúsar þá afarkosti að fjölmiðlar kæmu hvergi nærri þegar afhending listans færi fram.
Mynd: Séra Sigfús nýtur mikils stuðnings sóknarbarna í Keflavíkursókn, eins og undirskriftalistinn ber glöggt vitni um.