Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

45 milljónir til Suðurnesja vegna tekjumissis
Laugardagur 29. desember 2007 kl. 02:40

45 milljónir til Suðurnesja vegna tekjumissis

Félagsmálaráðherra hefur ákveðið úthlutun á 250 milljónum króna til að koma til móts við þau sveitarfélög sem verða fyrir tekjumissi vegna tímabundins samdráttar í aflamarki þorsks.

Grindavíkurbær fær mest sveitarfélaga á Suðurnesjum í þetta skipti, rúmlega 35 milljónir króna. Samtals koma um 45 milljónir króna til Suðurnesja að þessu sinni. Um er að ræða fyrsta hluta af þremur en ríkisstjórnin hafði ákveðið að veita samtals 750 milljónir til þessa verkefnis á þremur árum og er það hluti af mótvægisaðgerðum vegna niðurskurðar í aflaheimildum á þorski.

Listinn yfir úthlutunina til sveitarfélaga á Suðurnesjum er eftirfarandi:

Reykjanesbær 919.205 krónur

Grindavíkurbær 35.111.250

Sandgerðisbær 1.033.269

Sveitarfélagið Garður 6.512.962

Sveitarfélagið Vogar 1.116.599
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024