Bygg
Bygg

Fréttir

45% færri án atvinnu á síðustu sex mánuðum
Gunnar með þeim Þóreyju og Guðbjörgu en tríóið hefur unnið að málefnum verkefnisins STARF.
Fimmtudagur 4. júlí 2013 kl. 10:33

45% færri án atvinnu á síðustu sex mánuðum

Mikill árangur hefur náðst í STARFI, vinnumiðlun og ráðgjöf sem er átak verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins í samvinnu við Velferðarráðuneytið og Vinnumálastofnun. Á síðustu mánuðum hefur tekist að fækka fjölda atvinnulausra hjá aðilum STARFS á Suðurnesjum um 45%. Í desember 2012 voru 436 án starfs en í lok júní var sú tala komin niður í 240 manns.

„Það er mikil sigurstund þegar einstaklingur sem hefur verið atvinnulaus lengi fær starf á nýjan leik. Það er svo mikilvægt að virkja einstaklinga aftur og koma þeim aftur út í atvinnulífið,“ segir Gunnar Halldór Gunnarsson atvinnuráðgjafi en hann kom að verkefninu síðla sumars í fyrra.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Starf, vinnumiðlun og ráðgjöf er tilraunaverkefni sem tekur við hlutverki vinnumiðlunar og vinnumarkaðsúrræða af Vinnumálastofnun fyrir félagsmenn þeirra félaga sem standa að því en á Suðurnesjum eru það Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis, Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur og FIT, félag iðn- og tæknigeira. Gunnar hefur með þeim Guðbjörgu Kristmundsdóttur og Þóreyju Marinósdóttur sinnt þessu starfi frá skrifstofu VSFK í Krossmóa í Reykjanesbæ.

Markmið verkefnisins er að efla vinnumiðlun og stula að virkari vinnumarkaðsaðgerðum sem auki líkurnar á að atvinnuleitendur fái störf að nýju á vinnumarkaði.

Gunnar segir að áreitið, þ.e. að vera í sambandi við atvinnuleitendur, sé það sem skipti miklu máli. „Ég er að hringja í fólk á atvinnuleysisskrá og spyrja hvernig staðan sé. Viðbrögðin við því hvernig við höfum gengið fram í þessu hafa verið mjög jákvæð.

Nánar er rætt við Gunnar í prentútgáfu VF í dag.