Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

44% sölustaða á Suðurnesjum seldu unglingum sígarettur
Þriðjudagur 8. maí 2012 kl. 14:07

44% sölustaða á Suðurnesjum seldu unglingum sígarettur


Samsuð (Samtök félagsmiðstöðva á Suðurnesjum) hafa í nokkur skipti á undanförnum árum (síðast 2009) staðið fyrir könnun á því hvort unglingar gætu keypt sígarettur á sölustöðum tóbaks á Suðurnesjum. Nú í fyrsta skipti var einnig gerð könnun á því hvort ungmenni gætu keypt neftóbak.

Könnunin var framkvæmd 23. og 30. apríl sl. og fór þannig fram að nemendur í 9. og 10. bekk fóru inn á sölustaði og reyndu að fá að kaupa annað hvort sígarettur eða íslenskt neftóbak. Ef ungmennin fengu keypt tóbak þá fór starfsmaður úr félagsmiðstöð aftur inn í söluturninn til að skila tóbakinu og láta jafnframt vita að um könnun hafi verið að ræða.

Ekki var farið inn á vínveitingastaði til að kanna sölu á tóbaki þar.

Niðurstöður þessarar könnunnar eru alls ekki nógu góðar því 44% sölustaða á Suðurnesjum seldu sígarettur og 40 % seldu íslenskt neftóbak til nemenda í 9. og 10. bekk. Samskonar könnun var gerð árið 2009 en þá seldu aðeins 22% sölustaða ungmennunum sígarettur.

Á sex sölustöðum af 25 stöðum sem tóku þátt í könnuninni og selja tóbak tókst ungmennum að fá keypt bæði sígarettur og neftóbak.
18 ára aldurstakmark er til að kaupa tóbak samkvæmt íslenskum lögum.

Sölustöðum er seldu ungmennum tóbak verður send ábending frá forvarnarfulltrúa viðkomandi sveitarfélags.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024