44 hælisleitendur í Reykjanesbæ
Í Reykjanesbæ eru nú 44 hælisleitendur. Sá sem lengst hefur verið hér kom hingað 2004 og annar sem er búin að vera síðan 2005.
Það er sífelld breyting á hópnum sem dvelur í Reykjanesbæ, fólk er ýmist að koma eða fara og einstaka er hér lengur segir Iðunn Ingólfsdóttir, fulltrúi hælisleitenda í Reykjanesbæ.
Innan hópsins eru börn sem stunda nám í grunnskólum bæjarfélagsins og gengur mjög vel. Þau tala orðið ágæta íslensku að sögn Iðunnar.