44 framúrskarandi fyrirtæki á Suðurnesjum
Fjörutíu og fjögur fyrirtæki á Suðurnesjum eða tæplega 5% af heildarfjöldanum eru á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki. Fyrirtækin koma úr öllum helstu greinum atvinnulífsins, sjávarútvegi, framleiðslu og verslun, verktakar úr iðnaðargeiranum og þá er nýtt fyrirtæki úr hugbúnaðargeiranum á listanum.
Aðeins eitt fyrirtæki á Suðurnesjum hefur verið á listanum á hverju ári síðan hann kom fyrst út árið 2010 en það er Verkfræðistofa Suðurnesja.
Nánar um Framúrskarandi fyrirtæki:
Þetta er í fjórtánda sinn sem Credit-info veitir framúrskarandi fyrirtækjum í íslensku atvinnulífi vottun fyrir góðan og traustan rekstur en listinn í ár var gerður opinber á viðburði í Hörpu í síðustu viku. Alls hafa rúmlega tvö þúsund fyrirtæki einhvern tímann komist á listann. Þegar Creditinfo metur hvort fyrirtæki teljist framúrskarandi er m.a. horft til þess hvort ársreikningi hafi verið skilað á réttum tíma, og þegar litið sé til síðustu þriggja ára sé rekstrarhagnaður, ársniðurstaðan jákvæð, rekstrartekjur að lágmarki 50 millj. kr. og eiginfjárhlutfall a.m.k. 20%. Um 39 þúsund fyrirtæki skila ársreikningi en þegar litið er til allra annarra skilyrða sem fyrirtæki þurfa að uppfylla, þá teljast aðeins um 2% fyrirtækja framúrskarandi.
Framúrskarandi fyrirtæki á Suðurnesjum 2023:
Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndari Creditinfo við afhendingu viðurkenninganna:
Geirný Geirsdóttir og Hjalti Már Brynjarsson frá Grjótgörðum.
Þorfinnur Gunnlaugsson og Rúnar Helgason frá Lagnaþjónustu Suðurnesja.
Jón Ragnar Reynisson og Hjörleifur Stefánsson og frá Nesrafi.
Bræðurnir í TSA, Stefán og Ari Einarssynir.
Skólamatarsystkinin Fanný og Jón Axelsbörn.
Gunnlagur Kárson og Páll Erland frá HS Veitum.