Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

43% hækkun á meðalverði milli ára í janúar
Miðvikudagur 10. febrúar 2010 kl. 08:36

43% hækkun á meðalverði milli ára í janúar


Meðalverð á fiskmörkuðunum í janúar var 284,72 kr sem er 43% hærra en í sama mánuði í fyrra (199,19).  Þetta er einnig hæsta meðalverð sem sést hefur i einum mánuði frá upphafi, samkvæmt frétt Reiknistofu fiskmarkaðanna í Reykjanesbæ.
Selt var fyrir 2.424 milljónir í janúar.  Þetta er langhæsta verðmæti sem sést hefur í janúarmánuði.  Næsthæst var það í janúar 2009, 1.885 milljónir.  Aukningin milli ára er 28,6%.

Alls voru seld voru 8,515 tonn sem er 10% minna en í janúar 2009, 9.462 tonn.  Salan i janúar 2009 var einmitt sú mesta frá upphafi, en janúar 2009 er sú þriðja mesta

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024