4200 manns hafa skrifað undir: Bréf sent ráðherra og biskupi
Fjöldi undirskrifta til stuðnings sr. Sigfúsi B Ingvarssyni eykst stöðugt og nú hafa um 4.200 manns sett nöfn sín á undirskriftalistann, á afmælisdegi Sigfúsar sem er í dag.
Stuðningsfólk Sigfúsar hefur sent bréf til Björns Bjarnasonar, kirkjumálaráðherra, og Karls Sigurbjörnssonar, biskups, þar sem farið er fram á að tekið verði tillit til vilja sóknarbarna í Keflavíkursókn, þar sem augljóst sé að vilji meirihluta valnefndar endurspegli alls ekki vilja mikils meirihluta sóknarbarna.
Annars er bréfið á þessa leið:
Við stuðningsmenn séra Sigfúsar B. Ingvasonar, förum fram á að tekið verði tillit til vilja
sóknarbarna í Keflavíkursókn og ráðning séra Sigfúsar verði staðfest samanber álit minnihluta
í valnefnd. Við teljum augljóst að vilji meirihluta valnefndar endurspegli alls ekki vilja mikils
meirihluta sóknarbarna eins og undirskrifstarlisti sem hefur verið á Netinu í tvo sólarhringa
ber með sér. Þar hafa um fjögur þúsund sóknarbörn lýst stuðningi sínum við ráðningu séra
Sigfúsar í starf sóknarprests í Keflavíkursókn.
Séra Sigfús nýtur mjög víðtæks stuðnings í sókninni eftir 13 ára farsælt starf. Hann nýtur
mikils trausts í Reykjanesbæ, til dæmis var hann valinn maður ársins á Suðurnesjum af
Víkurfréttum árið 1999. Séra Sigfús er mjög alþýðlegur, maður sátta og hefur verið til taks
hvenær sem á þarf að halda. Þá hefur hann tekið mikinn þátt í starfi eldri borgara. Séra Sigfús
hefur ásamt konu sinni Laufeyju Gísladóttur sinnt barnastarfinu af einstakri natni svo athygli
hefur vakið.
Við þekkjum vel störf séra Sigfúsar og vitum hvað við höfum. Séra Sigfús uppfyllir mjög vel
öll skilyrði sem upp eru talin í starfsreglum fyrir presta, nr. 735/1998, 17. grein sem fjallar um
mat á hæfni umsækjenda. Við fullyrðum að séra Sigfús uppfyllir ríkulega alla þætti sem
nefndir voru í auglýsingu um embætti sóknarprests í Keflavíkursókn.
Með vísan til framangreinds sættum við okkur ekki við að gengið sé fram hjá séra Sigfúsi við
ráðningu í starf sóknarprests.
Undir þetta skrifar Falur Harðarson fyrir hönd stuðningshópsins.
Mynd: Séra Sigfús B. Ingvarsson við altarið í Keflavíkurkirkju á dögunum. Að morgni afmælisdags Sigfúsar hafa um 4200 manns skráð sig á undirskriftalistann honum til stuðnings. Ljósm: Ellert Grétarsson.
Stuðningsfólk Sigfúsar hefur sent bréf til Björns Bjarnasonar, kirkjumálaráðherra, og Karls Sigurbjörnssonar, biskups, þar sem farið er fram á að tekið verði tillit til vilja sóknarbarna í Keflavíkursókn, þar sem augljóst sé að vilji meirihluta valnefndar endurspegli alls ekki vilja mikils meirihluta sóknarbarna.
Annars er bréfið á þessa leið:
Við stuðningsmenn séra Sigfúsar B. Ingvasonar, förum fram á að tekið verði tillit til vilja
sóknarbarna í Keflavíkursókn og ráðning séra Sigfúsar verði staðfest samanber álit minnihluta
í valnefnd. Við teljum augljóst að vilji meirihluta valnefndar endurspegli alls ekki vilja mikils
meirihluta sóknarbarna eins og undirskrifstarlisti sem hefur verið á Netinu í tvo sólarhringa
ber með sér. Þar hafa um fjögur þúsund sóknarbörn lýst stuðningi sínum við ráðningu séra
Sigfúsar í starf sóknarprests í Keflavíkursókn.
Séra Sigfús nýtur mjög víðtæks stuðnings í sókninni eftir 13 ára farsælt starf. Hann nýtur
mikils trausts í Reykjanesbæ, til dæmis var hann valinn maður ársins á Suðurnesjum af
Víkurfréttum árið 1999. Séra Sigfús er mjög alþýðlegur, maður sátta og hefur verið til taks
hvenær sem á þarf að halda. Þá hefur hann tekið mikinn þátt í starfi eldri borgara. Séra Sigfús
hefur ásamt konu sinni Laufeyju Gísladóttur sinnt barnastarfinu af einstakri natni svo athygli
hefur vakið.
Við þekkjum vel störf séra Sigfúsar og vitum hvað við höfum. Séra Sigfús uppfyllir mjög vel
öll skilyrði sem upp eru talin í starfsreglum fyrir presta, nr. 735/1998, 17. grein sem fjallar um
mat á hæfni umsækjenda. Við fullyrðum að séra Sigfús uppfyllir ríkulega alla þætti sem
nefndir voru í auglýsingu um embætti sóknarprests í Keflavíkursókn.
Með vísan til framangreinds sættum við okkur ekki við að gengið sé fram hjá séra Sigfúsi við
ráðningu í starf sóknarprests.
Undir þetta skrifar Falur Harðarson fyrir hönd stuðningshópsins.
Mynd: Séra Sigfús B. Ingvarsson við altarið í Keflavíkurkirkju á dögunum. Að morgni afmælisdags Sigfúsar hafa um 4200 manns skráð sig á undirskriftalistann honum til stuðnings. Ljósm: Ellert Grétarsson.