Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 5. júní 2003 kl. 11:02

420 til starfa hjá Vinnuskóla í sumar

Nemendum í Vinnuskóla Reykjanesbæjar fjölgar um 10% á milli ára en alls munu 420 ungmenni á aldrinum 14 - 16 ára hefja þar störf í sumar. Þá hafa um 30 flokksstjórar verið ráðnir. Starfsemi Vinnuskólans hefst þriðjudaginn 10. júní og þá mæta um 350 starfsmenn til vinnu.Vinnuskólinn hefur starfsaðstöðu á þremur stöðum í bæjarfélaginu, við Valgeirsbakarí í Njarðvík, Sundmiðstöðina og á Vesturbraut 8 í Keflavík.

15 og 16 ára nemendur fá vinnu frá 10. júní til 30. júli allan daginn og 14 ára nemendum er skipt á tvö tímabil, 5 vikur hvort tímabil og vinna þau hálfan daginn, fjóra daga vikunnar. Um 70 nemendur mæta á seinna tímabilið sem byrjar 7. júlí.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024