41 umsókn um bæjarstjórastarf í Sandgerði
Alls sóttu 41 um stöðu bæjarstjóra Sandgerðisbæjar, en umsóknarfrestur rann út í síðustu viku. Þeir sem sóttu um stöðuna eru eftirtaldir:
Andrés Sigurvinsson
Árni Björn Erlingsson
Ásgeir Magnússon
Benedikt Helgason
Björn Rúriksson
Brynjar Sindri Sigurðarson
Einar Mar Þórðarson
Einar Örn Thorlacius
Ester Sveinbjarnardóttir
Guðmundur Hjörtur Þorgilsson
Guðmundur Ingi Gunnlaugsson
Guðrún Helga Sigurðardóttir
Gunnar Björnsson
Gunnlaugur Kárason
Halldóra Aðalsteinsdóttir
Hannes Jónas Eðvarðsson
Haukur Jóhannsson
Jakob Björnsson
Jón Guðmundur Ottósson
Jón Hrói Finnsson
Jón Óskar Þórhallsson
Jónína Kristjánsdóttir
Kristinn Ásgeirsson
Matthías Kjartansson
Nína Björg Sæmundsdóttir
Ómar Örn Kristófersson
Óskar Baldursson
Ragnar Jörundsson
Róbert Ragnarsson
Sigrún Árnadóttir
Sigrún Björg Þorgrímsdóttir
Sigurður Þórður Ragnarsson
Skúli Hreinn Guðbjörnsson
Sólveig Eiríksdóttir
Stefán Torfi Sigurðsson
Sveinn Pálsson
Vilhjálmur Wiium
Þorbjörn Björnsson
Þorsteinn Fr. Sigurðsson
Þórhallur Vilhjálmsson
Þórunn Inga Sigurðardóttir.
Í samtali við 245.is sagði Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar, að næstu daga yrði unnið í því að fara yfir umsóknir og leggja mat á umsækjendur en Hagvangur er bæjarstjórn til ráðgjafar í málinu.
Ákvörðun um nýjan bæjarstjóra verði síðan tekin síðar í júlí. Aðspurður sagður Ólafur Þór að á þessari stundu væri erfitt að segja hvenær nýr bæjarstjóri kemur til starfa en þó væri stefnt að því að það verði við fyrsta tækifæri.
Þangað til að nýr bæjarstjóri hefur hafið störf mun forseti bæjarstjórnar sinna starfi framkvæmdastjóra bæjarfélagsins, en Ólafur Þór sagðist reikna með að það yrði þó aðeins í nokkrar vikur.