41 til starfa hjá Flugleiðum
Flugleiðir/Icelandair hafa ráðið 41 flugmann til starfa og af þeim hópi hafa tæplega 30 manns lokið þjálfun eða eru að ljúka þjálfun. Eftir er að halda tvö námskeið fyrir þá sem eftir eru af hópnum en fyrsta námskeiðið hófst í nóvember.
Jens Bjarnason, flugrekstrarstjóri Icelandair, segir á heimasíðu Félags íslenskra atvinnuflugmanna að ekkert sé ákveðið með fjölda flugmanna næsta haust enda ávallt mikil óvissa um leiguflug Loftleiða erlendis. Þó sé ljóst að næsta vetur þurfi félagið að manna tvær Boeing 757 fraktvélar umfram það sem var nú í vetur.