Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

40 til 60 skipakomur árlega til Helguvíkur vegna kísilvers
Fimmtudagur 19. febrúar 2015 kl. 17:00

40 til 60 skipakomur árlega til Helguvíkur vegna kísilvers

Forsvarsmenn Thorsil telja sig vera að nálgast lokapunkt í undirbúningsvinnu vegna byggingar kísilvers í Helguvík.

Forsvarsmenn Thorsil sem vinna nú að undirbúningi byggingar kísilverksmiðju í Helguvík eru bjartsýnir á að framkvæmdir geti farið að hefjast. Félagið hefur nýlokið við gerð sölusamninga við tvö rótgróin og öflug framleiðslufyrirtæki um kaup á 85% af framleiðslunni.

Sölusamningarnir eru til 8 og 10 ára. Ársframleiðsla kísilmálms í verksmiðju Thorsil í Helguvík er áætluð 54 þúsund tonn af kísilmálmi þegar náð verður fullum afköstum, auk 26 þúsund tonna af kísildufti. Thorsil er alfarið í eigu Íslendinga og er því fyrsta íslenska „stóriðjan“.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Gert er ráð fyrir um 350-400 ársstörfum á byggingartíma verksmiðjunnar og að í fullum rekstri skapi verksmiðjan um 130 ný störf auk afleiddra starfa.

Undir fullum afköstum er gert ráð fyrir 40 til 60 skipakomum til Helguvíkur á ári vegna starfsemi Thorsil, bæði vegna aðfangaflutninga og vegna útflutnings á afurðum til markaða erlendis. Þær munu hafa veruleg áhrif á rekstur Helguvíkurhafnar.

Undirritaðir hafa verið breytingar á fjárfestingasamningi milli Thorsil og Iðnaðarráðuneytisins sem gerir það að verkum að verkefnið fellur ekki lengur undir Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) heldur eingöngu samþykki Alþingis.

Samkvæmt heimildum Víkurfrétta var skýrsla dr. Sigurðar M Garðarssonar verkfræðiprófessors um umhverfisáhrif í Helguvík, sem hann vann fyrir Skipulagsstofnun á þann veg, að forsvarsmenn Thorsil eru bjartsýnir á að Skipulagsstofnun muni gefa grænt ljós á þann þátt en athugasemdir hafa komið fram sem lúta að loftdreifingarútreikningum. Áhyggjurnar voru um magn væntanlegs útblásturs frá allt að þremur verksmiðjum í Helguvík.

Frá fyrstu sprengju á lóð United Silicon kísilversins í Helguvík sumarið 2014.