BVT
BVT

Fréttir

40 hópar björgunarsveita virkjaðir í gærkvöldi
Laugardagur 19. maí 2012 kl. 01:26

40 hópar björgunarsveita virkjaðir í gærkvöldi

Eins og greint hefur verið frá var mikill viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli vegna lendingar vélar frá Icelandair. Virkjuð var boðunaráætlunin "Hættustig Rauður Keflavíkurflugvöllur" en í því tilfelli
eru allar björgunarsveitir og aðrir viðbragðsaðilar á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu kölluð til. Aðilar frá höfuðborgarsvæðinu fara í Straumsvík og bíða þar en aðrir fara á "MÓT" sem er biðsvæði viðbragðsaðila á Keflavíkurflugvelli.

Hátt í 40 hópar björgunarsveita biðu við Straumsvík og á Keflavíkurflugvelli eftir lendingu og töldu þessir hópar um 150 manns auk aðgerðarstjórnenda í Keflavík og í samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð.

Þessir björgunarsveitarmenn voru á bifreiðum tilbúnum til sjúkraflutninga auk stærri bifreiða sem geta tekið sitjandi farþega.

Myndin er tekin við flugeldhúsið við Leifsstöð þar sem björgunartækjum var safnað saman. Myndin er frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.

Dubliner
Dubliner