Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

40 hópar björgunarsveita virkjaðir í gærkvöldi
Laugardagur 19. maí 2012 kl. 01:26

40 hópar björgunarsveita virkjaðir í gærkvöldi

Eins og greint hefur verið frá var mikill viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli vegna lendingar vélar frá Icelandair. Virkjuð var boðunaráætlunin "Hættustig Rauður Keflavíkurflugvöllur" en í því tilfelli
eru allar björgunarsveitir og aðrir viðbragðsaðilar á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu kölluð til. Aðilar frá höfuðborgarsvæðinu fara í Straumsvík og bíða þar en aðrir fara á "MÓT" sem er biðsvæði viðbragðsaðila á Keflavíkurflugvelli.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hátt í 40 hópar björgunarsveita biðu við Straumsvík og á Keflavíkurflugvelli eftir lendingu og töldu þessir hópar um 150 manns auk aðgerðarstjórnenda í Keflavík og í samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð.

Þessir björgunarsveitarmenn voru á bifreiðum tilbúnum til sjúkraflutninga auk stærri bifreiða sem geta tekið sitjandi farþega.

Myndin er tekin við flugeldhúsið við Leifsstöð þar sem björgunartækjum var safnað saman. Myndin er frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.