Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

40 EM-milljónir til Suðurnesja
Frá EM í knattspyrnu í sumar. Mynd: Hafliði Breiðfjörð / fotbolti.net
Þriðjudagur 16. ágúst 2016 kl. 14:30

40 EM-milljónir til Suðurnesja

Knattspyrnulið á Suðurnesjum fá rétt rúmar 40 milljónir króna af fjármunum sem Knattspyrnusamband Íslands fékk fyrir þátttöku og árangur á EM í knattspyrnu í Frakklandi í sumar.
 
Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, greiðir 453 milljónir króna til aðildarfélaga KSÍ vegna EM í Frakklandi. Fjármunum sem veitt er til aðildarfélaga skal eingöngu varið til knattspyrnutengdra verkefna félaganna.

Til Suðurnesja koma:

Keflavík kr. 12.878.000

Grindavík kr. 10.551.000

Njarðvík kr. 5.531.000

Reynir Sandgerði kr. 4.524.000

Víðir kr. 4.020.000

Þróttur Vogum kr. 3.014.000

Samtals: kr. 40.518.000

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024