40 ára starfsafmæli
Ragnar „Rakari“ Skúlason fagnaði í dag merkum áfanga, en hann hefur haft hendur í hári Suðurnesjamanna í fjörutíu ár.
Ragnar hóf störf einungis 19 ára gamall og sagði í samtali við Víkurfréttir að sumir kúnna hans hefðu verið hjá honum alla tíð.
Á næstunni mun Ragnar snúa sér meira að rekstri Hótel Keilis sem mun að öllum líkindum opna síðar í mánuðinum. Hann segist þó ekki endanlega búinn að leggja skærin á hilluna og muni reyna að sinna sínum fastakúnnum meðfram hótelrekstri.
VF-mynd/Þorgils: Í tilefni dagsins brá Ragnar á leik fyrir ljósmyndara og settist í stólinn.
Ítarlegra viðtal verður við Ragnar í næsta blaði Víkurfrétta
Ragnar hóf störf einungis 19 ára gamall og sagði í samtali við Víkurfréttir að sumir kúnna hans hefðu verið hjá honum alla tíð.
Á næstunni mun Ragnar snúa sér meira að rekstri Hótel Keilis sem mun að öllum líkindum opna síðar í mánuðinum. Hann segist þó ekki endanlega búinn að leggja skærin á hilluna og muni reyna að sinna sínum fastakúnnum meðfram hótelrekstri.
VF-mynd/Þorgils: Í tilefni dagsins brá Ragnar á leik fyrir ljósmyndara og settist í stólinn.
Ítarlegra viðtal verður við Ragnar í næsta blaði Víkurfrétta