40.000 manns fylgdust með ævintýralegu sjónarspili og heimsmeti
Lögreglan í Keflavík hefur staðfest að nærri 40.000 manns hafi verið í miðbæ Keflavíkur þegar Ljósanótt í Reykjanesbæ náði hámarki nú í kvöld. Gestir ljósanætur fylgdust í kvöld með sjónarspili sem var ævintýralegt í meira lagi.
Sýningin Norðan bál vekur upp Ægi, þar sem samspil ljóss og tóna var stórfengleg. Þar var notast við strengjabrúðu, sem fullyrt var í kvöld að væri stærsta strengjabrúða í heimi en sýningin var í boði KB banka.
Eftir að Ægir hafði verið vakinn upp tók nafni hans, varðskipið Ægir, til við að þeyta þokulúðra og lýsti upp svæðið með gríðarsterkum leitarljósum. Þá var fallbyssuskotum skotið og upphófst þá glæsileg flugeldasýning Sparisjóðsins í Keflavík, sem Björgunarsveitin Suðurnes sá um.
Eftir að flugeldasýningu lauk héldu flestir heim á leið og voru kílómetra langar bílaraðir út úr miðbæ Keflavíkur í allar áttir. Greinilegt var að mikið var af aðkomufólki á ferð, því straumur var út úr bæjarfélaginu. Aðrir virtust ælta að vera áfram í miðbænum.
Sýningin Norðan bál vekur upp Ægi, þar sem samspil ljóss og tóna var stórfengleg. Þar var notast við strengjabrúðu, sem fullyrt var í kvöld að væri stærsta strengjabrúða í heimi en sýningin var í boði KB banka.
Eftir að Ægir hafði verið vakinn upp tók nafni hans, varðskipið Ægir, til við að þeyta þokulúðra og lýsti upp svæðið með gríðarsterkum leitarljósum. Þá var fallbyssuskotum skotið og upphófst þá glæsileg flugeldasýning Sparisjóðsins í Keflavík, sem Björgunarsveitin Suðurnes sá um.
Eftir að flugeldasýningu lauk héldu flestir heim á leið og voru kílómetra langar bílaraðir út úr miðbæ Keflavíkur í allar áttir. Greinilegt var að mikið var af aðkomufólki á ferð, því straumur var út úr bæjarfélaginu. Aðrir virtust ælta að vera áfram í miðbænum.