4 mánuðir fyrir líkamsárás
Tvítugur karlmaður var í dag dæmdur í 4 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og skjalafals í Héraðsdómi Reykjaness.
Hann var fundinn sekur um að hafa slegið annan mann í andlit fyrir utan skemmtistað í Grindavík í október 2003 og einnig fyrir skjalafals fyrr á þessu ári. Sakborningur játaði brot sín skýlaust og þótti því rétt að skilorðsbinda refsinguna til tveggja ára vegna aldur ákærða og þeirrar staðreyndar að hann hefur aldrei áður brotið almenn hegningarlög.
Hann var einnig dæmdur til að greiða sakarkostnað og laun verjanda síns, en bótakröfu fórnarlambs var vísað frá.
Hann var fundinn sekur um að hafa slegið annan mann í andlit fyrir utan skemmtistað í Grindavík í október 2003 og einnig fyrir skjalafals fyrr á þessu ári. Sakborningur játaði brot sín skýlaust og þótti því rétt að skilorðsbinda refsinguna til tveggja ára vegna aldur ákærða og þeirrar staðreyndar að hann hefur aldrei áður brotið almenn hegningarlög.
Hann var einnig dæmdur til að greiða sakarkostnað og laun verjanda síns, en bótakröfu fórnarlambs var vísað frá.