Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Miðvikudagur 31. október 2001 kl. 09:10

4 innbrot í fyrirtæki í Grindavík

Tilkynnt var um fjögur innbrot til lögreglunnar í Keflavík í síðust viku. Farið var inn í þrjú fyrirtæki við Tangarsund í Grindavík og eitt við Staðarsund. Úr fyrirtækjunum var stolið m.a. 700 Mhz Dell tölvu og prentara auk verkfæra ýmiskonar. Að sögn Karls Hermannssonar aðstoðaryfirlögreglumanns er mjög líklegt að sömu aðilar hafi verið að verki á öllum stöðunum.
Á sunnudag barst síðan tilkynning um að gaskút hafi verið stolið af gasgrilli við heimahús. Gasleiðslan hafði verið skorin í sunur og kúturinn tekinn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024