Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

4,5% íslenskra ferðamanna settu stefnuna á Reykjanes
Miðvikudagur 14. október 2009 kl. 17:23

4,5% íslenskra ferðamanna settu stefnuna á Reykjanes

4,5% íslenskra ferðamanna settu stefnuna sérstaklega á Reykjanesskagann á liðnu sumri, samkvæmt könnun um ferðaáform sem gerð var í sumar. Samkvæmt þessari sömu könnun er það Bláa lónið, Krýsuvík, Reykjanesviti og Garðskagi sem draga innlenda ferðamenn helst á Suðurnesin. Það sem ræður ákvörðun hvert er farið var helst fjölskylda og vinir 52%, efnahagur 37% og veðrið 35%.


Það eru ekki margir sem ætla að eyða sumarfríinu sínu á Reykjanesinu enda koma Íslendingar hingað frekar í dags og helgarferðir og nóttina fyrir utanferð en ekki í sumarfrí.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Erlendir ferðamenn eyða gjarnan síðustu 1-2 nóttunum á hótelum á Reykjanesinu. Aðstaðan til að taka á móti ferðamönnum hér er orðin mjög góð og boðið uppá afþreyingu, mat, gistingu og umhverfi sem jafnast á við það besta. Afkoma ferðaþjónustufyrirtækja á Suðurnesjunum í sumar var misjöfn en þó í heildina þokkaleg.


Nýting gistirýma á hótelum á Suðurnesjum í júní til ágúst sl. var góð en þó verri en í fyrra hjá stærri hótelunum, sem var metár. Nýting gistirýma hjá gistiheimilum var einnig góð og í öllum tilfellum betri en í fyrra. Í skýrslu formanns Ferðamálasamtaka Suðurnesja segir Kristján Pálsson, formaður: „Mér sýnist við yfirferð á fjölda gistirúma á Suðurnesjunum júní til ágúst hafi gistirúmin verið um 1200. Samkvæmt tölum Hagstofunnar frá 2008 voru gistirúm á Suðurnesjum 571 sem er þá meira en helmingi færri rúm en voru í sumar. Þetta er gríðarleg aukning ef rétt er og ætti aukning á gistinóttum á Suðurnesjum að verða í samræmi við það fyrir árið 2009.


Það eru flestir sammála um það að umferðin um Reykjanesið hafi verið mjög mikil í sumar sem er í takt við þessar tölur. Aðsóknin í Bláa lónið sló öll met og gott sumar var hjá 4x4 og Volcano tours. Aðsóknin í Víkingaheima var samkvæmt áætlun sem og í söfnin. Mikil umferð var við Reykjanesvita, Álfubrúna og Krýsuvík. Það er sannfæring mín að þegar Gunnuhver verður kominn í gagnið aftur þá verður hægt að beina rútum skemmtiferðaskipanna hringinn Bláa lónið, Grindavík, Gunnuhver, Álfubrú, Sandgerði, Garður og Víkingaheimar í staðinn fyrir Krýsuvík. Það er bæði léttari og betri leið að fara. Það gæti aukið aðsóknina á alla þessa staði. Þetta er til skoðunar“.