Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

397 hraðaksturbrot í síðasta mánuði
Þriðjudagur 21. október 2008 kl. 13:29

397 hraðaksturbrot í síðasta mánuði

Hraðakstursbrot í september voru 397 í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum og þar af voru 232 mynduð af hraðamyndavélum. Þetta er örlítið fækkun brota á milli ára en þau voru 405 í september á síðasta ári. Þá hafði þeim fjölgað um 178 frá árinu 2006, samskvæmt tölum frá embætti Ríkislögreglustjóra.

Í ágúst síðastliðnum reyndust hraðaksturbrotin á Suðurnesjum vera 500 talsins, sem var gríðarleg aukning í þessum mánuði á milli ára. Þar af voru 287 brot skráð með hraðamyndavélunum, sem teknar voru í notkun um mitt sumar. Þetta er því nokkur fækkun á milli mánaða og bendir vonandi til þess að ökumenn séu farnir að gæta sín betur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024