387 færri á atvinnuleysisskrá á Suðurnesjum
-en á sama tíma í fyrra
Samkvæmt nýútkominni skýrslu Vinnumálastofnunar um stöðuna á vinnumarkaði í október 2012 þá voru 957 atvinnulausir í lok mánaðar á Suðurnesjum – 468 karlar og 489 kona. 1354 voru atvinnulausir á Suðurnesjum í lok október 2011.
Atvinnuleysið mældist 8,9% á Suðurnesjum í október 2012 en var 11,5% í október 2011, 12,2% í október 2010 og 12.4% í október2009.
Fjöldi atvinnulausra í lok mánaðar eftir sveitarfélögum
Suðurnes | Október 2012 | Október 2011 |
Grindavík | 71 |
98 |
Reykjanesbær | 700 |
954 |
Sandgerðisbær | 82 |
134 |
Sveitarfélagið Garður | 50 |
80 |
Sveitarfélagið Vogar | 54 |
78 |
Suðurnes alls | 957 | 1354 |