Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

387 færri á atvinnuleysisskrá á Suðurnesjum
Þriðjudagur 20. nóvember 2012 kl. 12:34

387 færri á atvinnuleysisskrá á Suðurnesjum

-en á sama tíma í fyrra

Samkvæmt nýútkominni skýrslu Vinnumálastofnunar um stöðuna á vinnumarkaði í október 2012 þá voru 957 atvinnulausir í lok mánaðar á Suðurnesjum – 468 karlar og 489 kona. 1354 voru atvinnulausir á Suðurnesjum í lok október 2011.

Atvinnuleysið mældist 8,9% á Suðurnesjum í október 2012  en var 11,5% í október 2011, 12,2% í október 2010 og 12.4% í október2009.

Fjöldi atvinnulausra í lok mánaðar eftir sveitarfélögum

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Suðurnes Október 2012 Október 2011
Grindavík 71

98

Reykjanesbær 700

954

Sandgerðisbær 82

134

Sveitarfélagið Garður 50

80

Sveitarfélagið Vogar 54

78

Suðurnes alls 957 1354

Sjá nánar hér.