Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Laugardagur 4. október 2003 kl. 11:18

3800 lítrar af afísingarvökva láku niður

Vegna fréttar Víkurfrétta í gær þar sem sagt var frá því að afísingarvökvi hafi verið hellt niður við Stafnes innan varnarsvæðisins hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Varnarliðinu:  „Tæplega 3800 lítrar af afísingarvökvanum propelene glycol, sem úðað er yfir flugvélar fyrir flugtak að vetrarlagi, láku niður á veginn út að sorpurðunarsvæði Suðurnesja á Keflavíkurflugvelli í morgun [gær]. Hreinsunarmenn umhverfisdeildar varnarliðsins brugðust við ásamt slökkviliði og voru um 2800 lítra hreinsaðir upp og vegurinn þveginn. Afísingarvökvi þessi er almennt notaður á flugvöllum. Hann er vatnsleysanlegur og ekki talinn hættulegur umhverfinu. Atvikið var tilkynnt Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja. Orsök óhappsins er í athugun,“ segir í yfirlýsingu frá Varnarliðinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024