38% Sandgerðinga hafa kosið
38% kjörsókn var í Sandgerði núna kl. 15. Þá höfðu 416 einstaklingar greitt atkvæði að sögn Péturs Brynjarssonar, formanns kjörstjórnar í Sandgerði. Hann hafði ekki samanburð frá síðustu kosningum en var þó á því að kjörsóknin nú væri nokkuð betri en fyrir fjórum árum.
Mynd: Frá kjörfundi í Sandgerði um kl. 14 í dag. Þá var biðröð utan við kjörstaðinn. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson