38 óku of hratt
Lögreglan á Suðurnesjum kærði 38 ökumenn fyrir of hraðan akstur í vikunni. Sá sem hraðast ók mældist á 134 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Annar ökumaður mældist á 112 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 70 kílómetrar á klukkustund. Þá voru sjö ökumenn kærðir þar sem þeir notuðu ekki öryggisbelti við aksturinn og sex til viðbótar virtu ekki stöðvunarskyldu.