Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 23. mars 2004 kl. 18:39

36 óspenntir ökumenn í Keflavík

Þrjátíu og sex ökumenn voru stöðvaðir af lögreglunni í Keflavík á tímabilinu frá því klukkan sjö í morgun fram til klukkan sex í kvöld fyrir að vera ekki með bílbeltin spennt. Þá eiga ellefu ökumenn von á kæru fyrir að tala í farsíma á meðan á akstri stóð án þess að nota handfrjálsan búnað.
Tveir óku á óskoðuðum bílum og einn var stöðvaður á Reykjanesbraut fyrir of hraðan akstur en hann reyndist aka á 121 km/klst eða 31 km/klst yfir leyfilegum hámarkshraða.

Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni í Keflavík getur eins verið að umferðarátakinu verði haldið áfram á morgun, segir í netútgáfu Morgunblaðsins í dag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024