36 Framúrskarandi fyrirtæki á Suðurnesjum
Þrjátíu og sex fyrirtæki á Suðurnesjum eru meðal „Framúrskarandi fyrirtækja árið 2018“. Creditinfo tilkynnti í síðustu viku hvaða fyrirtæki á landinu væru í þessum hópi. Alls fengu á áttundahundrað fyrirtæki á landinu þessa viðurkenningu eða um 2% af öllum skráðum fyrirtækjum á landinu.
Fyrirtæki sem fá viðurkenningu Creditinfo sem framúrskarandi þurfa að uppfylla viss skilyrði er varða rekstur og stöðu þeirra. Þau þurfa m.a. að hafa sýnt rekstrarhagnað síðustu þrjú árin, vera með 20% eiginfjárhlutfall á sama tíma og eignir séu 80 milljónir eða meira þrjú ár í röð.
Fyrirtæki á Suðurnesjum sem komast á listann 2018:
Bláa lónið hf., Nesfiskur, HS veitur, Sýn hf., Samkaup hf., Nesbúegg ehf., Lagnir og þjónusta ehf., Fríhöfnin ehf., Eldsneytisafgreiðslan á Keflavíkurfugvelli, Útgerðarfélag Sandgerðis, Verkfræðistofa Suðurnesja, Ice Fish ehf., TSA ehf., Bragi Guðmundsson ehf., Skólamatur ehf., OSN ehf., A. Óskarsson, IceMar ehf., SI raflagnir ehf., Veiðarfæraþjónustan ehf., HSS Fiskverkun ehf., Bílrúðuþjónustan ehf., Einhamar Seafood ehf., OMR verkfræðistofa ehf., Bergraf ehf., JWM ehf., Lagnaþjónusta Suðurnesja, Bústoð ehf., Nesraf ehf., JW-Suðuverk ehf., BLUE eignir ehf., Skipasmíðastöð Njarðvíkur, Kaffi Duus ehf., Skinnfiskur ehf., Rekan ehf. og Allt hreint ehf.