Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

350 björgunarsveitarmenn æfðu á Suðurnesjum
Mánudagur 26. október 2009 kl. 10:22

350 björgunarsveitarmenn æfðu á Suðurnesjum


Landsæfing björgunarsveita var haldin á Suðurnesjum um liðna helgi. Það var Slysavarnarfélagið Landsbjörg, í samstarfi við björgunarsveitir á svæðinu, sem hélt æfinguna að þessu sinni en svona stórar, sameiginlegar æfingar björgunarsveita eru haldnar á tveggja ára fresti.


Að þessu sinni tóku um 350 björgunarsveitamenn af öllu landinu auk búnaðar og björgunartækja sem skiptu tugum. Æfingin tókst afar vel og veður lék við þátttakendur sem leystu leitar-, skyndihjálpar-, og fjallabjörgunarverkefni ásamt almennum tækjaverkefnum. Æfingunni lauk síðan á umfangsmiklu rústabjörgunarverkefni. Að verkefnunum komu einnig þyrla Landhelgisgæslunnar, um 60 manns frá björgunarsveitunum á Suðurnesjum og um 70 „sjúklingar“ sem komu úr röðum unglingadeilda.

Kvennadeildirnar Þórkatla og Dagbjörg sáu svo um að mannskapurinn fengi næringu á meðan á æfingunni stóð.


Myndband frá æfingunni er væntanlegt á vf.is síðar í dag.



Gömlu saltgeymslurnar í Keflavík voru notaðar til æfinga. Hér eru það björgunarsveitarmenn frá Akureyri með sigbúnað.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024



Þegar búa þarf um fótbrot getur verið gott að nota það sem hendi er næst. Hér er það brotis fjöl og rafmagnsvír.



Fjölmennt björgunarlið komið með sjúkling á börur innan um járnadrasl eftir sviðsetta sprengingu í Sandgerði.



Aðgengi björgunarmanna var ekki alltaf það auðveldasta. Hér var einni inngangurinn að þessu verkefni ofan í djúpri þró.



Slökkviliðsmenn tóku einnig þátt í æfingunni og börðust m.a. við elda eftir sprengingu í fyrirtæki í Sandgerði.




Mikil skipulagsvinna átti sér stað fyrir æfinguna og einnig á meðan æfingunni stóð.



Landhelgisgæslan og Slysavarnafélagið Landsbjörg eiga gott samstarf og þyrla frá LHG tók þátt í æfingunni á Suðurnesjum um liðna helgi. Hér tekur þyrlan á loft í Njarðvík með sjúkling.

Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson