350.000 kr. til Velferðarsjóðs Suðurnesja
Suðurnesjadeild Rauða kross Íslands afhenti í vikunni 350.000 kr. framlag til Velferðarsjóðs Suðurnesja. Deildin hefur afhent rausnarlegt framlag í sjóðinn undanfarin ár.
Það var Guðmundur Þ. Ingólfsson, gjaldkeri Suðurnesjadeildarinnar, sem afhenti framlagið sem Þórunn Þórisdóttir hjá Velferðarsjóði Suðurnesja veitti viðtöku.