Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 24. nóvember 1999 kl. 21:11

35% SAMDRÁTTUR Á SÖLU HJÁ FISKMARKAÐI SUÐURNESJA Í OKTÓBER

Framboð á Fiskmarkaði Suðurnesja hefur verið lítið að undanförnu. Salan í október var 35% minni en á sama tíma í fyrra. Ólafur Þ. Jóhannsson hjá FMS telur skýringar m.a. vera að bein viðskipti með fisk hafi færst í vöxt, mikið gæftaleysi og að sjórinn hafi verið það hlýr að minna hafi aflast. Í viðtali við Fiskifréttir segist Ólafur ekki enn hafa gert sér grein fyri þýðingu þess að ákveðið hafi verið að draga úr kvótaálagi á ferskan fisk, sem fluttur er utan til sölu, eða afnema það alveg á fiski sem er vigtaður hér heima. Hann telur þó að þessi ákvörðun eigi ekki eftir að styrkja íslensku markaðina eða fiskvinnsluna hér heima. Að sögn Ólafs hefur ný reglugerð um vigtun landaðs afla, sem tók gildi í byrjun ársins, mælst illa fyrir meðal flestra þeirra sem koma að sölu eða vinnslu á fiski. Samkvæmt reglugerðinni verður að vigta allt upp í 70% aflans í stað þess að vigta um 20% eins og áður. Ólafur segir að gleymst hefði að reikna með því að fiskurinn skemmist þegar verið er að umturna honum í körunum. Hann segir að mun lægri verð fáist á mörkuðum fyrir fisk úr körunum sem tekinn hafi verið til mælinga en allan annan fisk.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024