35 km hámarkshraði í Vogum
Á fundi hreppsnefndar Vatnsleysustrandarhrepps nýverið samþykkti hún tillögur umferðarnefndar og umhverfisstjóra um merkingar og aðrar aðgerðir í umferðarmálum í Vogum. Hámarkshraði í Vogum verður lækkaður í 35 kílómetra á klukkustund.Ekki hafa verið í gildi sérstakar reglur um hámarkshraða í Vogunum til þessa, en á því verður nú breyting. Settar verða upp merkingar við allar innkomur í Vogana sem gefa til kynna að 35 kílómetra hámarkshraði verður á öllum götum. Síðan verða sérstök merki við allar útkomur úr Vogunum sem gefa til kynna að sérstökum hámarkshraða sé lokið.
Ýmsar aðrar merkingar verða settar upp s.s. fleiri hraðahindranir, þrengingar, biðskyldumerki, botnlangamerki, gangbrautarmerki o.fl. Það er von umferðarnefndar að uppsetning þessara merkinga stuðli að betri og öruggari umferð fyrir alla, jafnt gangandi sem akandi.
Ýmsar aðrar merkingar verða settar upp s.s. fleiri hraðahindranir, þrengingar, biðskyldumerki, botnlangamerki, gangbrautarmerki o.fl. Það er von umferðarnefndar að uppsetning þessara merkinga stuðli að betri og öruggari umferð fyrir alla, jafnt gangandi sem akandi.