348% verðmunur á pasta
Nýleg verðkönnun ASÍ leiðir í ljós að mestur verðmunur á milli lágvöruverðsverslana er á pasta, brauðmeti, kexi, morgunkorni, kjöti og áleggi. Er tekið sem dæmi pasta, sem var dýrast í Krónunni og kostar 398 kr/kg. Í Kaskó var það ódýrast og kostaði 129 kr/kg, Verðmunurinn er því 209%
Ef allar verslanir, þ.e. ekki eingöngu lágvöruverðsverslanir, eru teknar til samanburðar þá kemur í ljós öllu meiri verðmunur á pastanu. Það var dýrast í 10-11 eða 578 kr/kg. Verðmunurinn á pasta í Kaskó og 10-11 er því 348%
Allar nánari upplýsingar um verðkönnunina má nálgast á heimasíðu ASÍ hér.